fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Harkaleg gagnrýni á Gylfa: Benda á verðmiðann – „Það er eins og hann sé ekki þarna“

433
Fimmtudaginn 5. desember 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton er liðið heimsótti Liverpool í grannaslag í gær, Everton er í fallsæti eftir 5-2 tapið á Anfield. Stuðningsmenn Everton eru reiðir, þetta dýra Everton lið er ekki að standa sig og líklegt er að Marco Silva missi starfið í dag.

Gylfi hefur fengið talsverða gagnrýni á þessu tímabili, dýrasti leikmaður liðsins fær að heyra það þegar illa gengur. Gylfi hefur ekki fundið sitt besta form, sem er kannski erfitt í liði sem er í tómum vandræðum. Miðjumaðurinn hefur skorað eitt mark í 15 leikjum, langt undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar.

Gylfi var með fyrirliðaband Everton í gær og fær talsverða gagnrýni fyrir frammistöðuna sína. ,,Gylfi hefur orðið að verstu týpu af leikmanni, sem lið getur heftur. Það er eins og hann sé ekki þarna, á vellinum,“ skrifar einn stuðningsmaður Everton.

Tölfræði Gylfa úr leiknum er hér að neðan.

Margir benda á að Gylfi sem var á miðju liðsins kom ekki við boltann í tæpar tuttugu mínútur í leiknum í gær. ,,Hann var síðastur af velli eftir leik og virkaði niðurlútur, skammaðist sín ekki þegar hann hoppaði upp úr tveimur tæklingum í grannaslag, með fyrirliðabandið. Vil ekki sjá þennan aula í treyju Everton aftur.“

Gylfi var frábær á síðustu leiktíð og skoraði 13 mörk í deildinni, sögur eru á kreiki um að David Moyes taki við liðinu í dag. ,,Gylfi, fyrirliði Everton í leiknum. Snerti ekki boltann í 17 mínútur, á miðjunni í grannaslag.“

Margir hafa bent á að Silva sé að spila Gylfa vitlaust, þegar hann er fremstur á miðjunni fær hann boltann lítið sem ekkert. Nýr knattspyrnustjóri gæti náð því besta fram úr Everton sem er með dýrt lið og á ekki heima í fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“