Föstudagur 13.desember 2019
433Sport

Hjörvar og félagar fá rauða spjaldið: „Gefum ekki mikið fyrir heimildaöflun og fagleg vinnubrögð“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KFR þvertekur fyrir það að félagið hafi átt í viðræðum við Eric Djemba-Djemba fyrrum leikmann, Manchester United. Þessu hefur í tvígang verið haldið fram í Dr. Football, hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar.

,,Núna er alltaf talað þannig, „Hjörvar þú ert eini vinur landsbyggðarinnar“, ég verð að henda gulu spjaldi á þá. Það er staðfest að KFR hefur verið að ræða við Djemba-Djemba,“ sagði Hjörvar á dögunum í þætti sínum. ,,Dr. Football herinn, er skemmtilegur. Hefur verið að senda á Djemba-Djemba á Instagram, um að bossin hjá KFR segi að þetta sé ekki rétt. Djemba-Djemba svarar og segir að þetta sé allt rétt, hann sé að ræða við íslenska liðið KFR. „Af hverju er verið að ljúga upp á mig?“ Gult spjald á þennan formann, fékk vinsælustu fréttina á .net fyrir lygi.“

Nú hefur formaður KFR svarað Hjörvari og er harðorður í yfirlýsingu sem Fótbolti.net birtir. ,,Rétt skal vera rétt. Meistaraflokksráð KFR vann vinnu Dr. Football og komst að því að ungur stuðningsmaður KFR sendi í gríni skilaboð á Djemba-Djemba í gegnum Instagram og bauð honum gull og græna skóga ásamt vinnu í Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli. Þessi annars ágæti stuðningsmaður hefur engin tengsl né formlega stöðu hjá KFR og getur því ekki komið fram fyrir félagið eða verið talsmaður þess á nokkurn hátt. Einnig hefur hann ekki umboð til að ráða í störf hjá Sláturfélagi Suðurlands,“ skrifar Tómas Birgir Magnússon.

Tómas gefur svo Hjörvari á baukinn. ,,KFR gefur því eðlilega ekki mikið fyrir heimildaöflun og fagleg vinnubrögð hjá Dr. Football. Ef stjórnendur Dr. Football hefðu nennt að hringja eins og eitt símtal út fyrir höfuðborgarsvæðið hefðu þeir með auðveldum hætti komist að hinu sanna í málinu..“

Djemba-Djemba er 38 ára gamall og er frá Kamerún, hann hefur flakkað víða en er ekki á leið á Hellu og Hvolsvöll.

Yfirlýsing frá KFR:

KFR sendir annað gult spjald á Dr. Football og þar með rautt!

Meistaraflokksráð KFR telur sig knúna til að leiðrétta enn og aftur rangfærslur Dr. Football en forsvarsmenn hlaðvarpsins halda áfram að fullyrða að KFR sé í viðræðum við Djemba-Djemba þrátt fyrir að formaður KFR hafi þvertekið fyrir það í síðustu viku í viðtalið við Fótbolti.net. Við skiljum aftur á móti áhuga leikmannsins að ganga til liðs við félagið, eins og Dr. Football vill meina.

Rétt skal vera rétt. Meistaraflokksráð KFR vann vinnu Dr. Football og komst að því að ungur stuðningsmaður KFR sendi í gríni skilaboð á Djemba-Djemba í gegnum Instagram og bauð honum gull og græna skóga ásamt vinnu í Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli. Þessi annars ágæti stuðningsmaður hefur engin tengsl né formlega stöðu hjá KFR og getur því ekki komið fram fyrir félagið eða verið talsmaður þess á nokkurn hátt. Einnig hefur hann ekki umboð til að ráða í störf hjá Sláturfélagi Suðurlands.

KFR gefur því eðlilega ekki mikið fyrir heimildaöflun og fagleg vinnubrögð hjá Dr. Football. Ef stjórnendur Dr. Football hefðu nennt að hringja eins og eitt símtal út fyrir höfuðborgarsvæðið hefðu þeir með auðveldum hætti komist að hinu sanna í málinu.

Við vonum að Dr. Football fái ekki langt leikbann og komi enn sterkari til leiks hjá landsbyggðinni að því loknu.

Fyrir hönd KFR,
Tómas Birgir Magnússon
Formaður meistaraflokksráðs KFR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool leiðir kapphlaupið um Jadon Sancho

Liverpool leiðir kapphlaupið um Jadon Sancho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn United agndofa yfir Wan-Bissaka

Leikmenn United agndofa yfir Wan-Bissaka
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool slátraði kaffihúsi með því að keyra þar inn: Flúði af vettvangi

Fyrrum leikmaður Liverpool slátraði kaffihúsi með því að keyra þar inn: Flúði af vettvangi
433Sport
Í gær

Zidane: Við sláum Liverpool út

Zidane: Við sláum Liverpool út