fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Björn Jóhann krefst þess að Guðni reki Hamren í hvelli: „Meðvirknin náði hámarki á Bylgjunni“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgunblaðinu kallar eftir því að Erik Hamren, verði rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari og það strax. Þetta skrifar hann í pistli í blað dagsins.

Björn skrifar í Ljósvaka sem er dálkur í blaðinu. Hann segir fjölmiðla meðvirka með íslenska landsliðinu og segir árangurinn hjá strákunum, ekki góðan. Liðið er á leið í umspil um laust sæti á EM, sem gæti orðið þriðja stórmót liðsins í röð.

,,Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla að undanförnu þegar leiknir voru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM. Fyrir kappsama og kröfuharða aðdáendur er vont að sætta sig við að hafa ekki komist beint á EM og sleppt Tyrkjum upp yfir okkur. Alltaf var vitað að Frakkarnir færu beina leið og Ljósvaki var nokkuð viss um að Ísland myndi fylgja með,“ skrifar Björn Jóhann í blað dagsins.

Björn kveðst hafa óttast að Hamren myndi ekki ná þeim árangri sem hann krafðist. ,,Undir lá þó ótti um að Svíinn Erik Hamrén myndi ekki ná því út úr liðinu sem Lars og Heimir gerðu. Eftir leikinn gegn Moldóvu kom hann í fjölmiðla og virtist bara nokkuð sáttur með að hafa náð 19 stigum í þessum riðli. Sem fyrr var farið um hann silkihönskum í sjónvarpsviðtali eftir leik en eflaust er íþróttafréttamönnum vorkunn. Það geislar ekki beint af Svíanum og hann gefur lítil færi á sér,“ skrifar Jóhann.

Björn segir að meðvirknin með landsliðinu hafi náð hámarki í viðtali á Bylgjunni. ,,Allir virðast bara sáttir við að fara í umspilið en það verður eins og rússnesk rúlletta. Til mikils er að vinna, milljarðar króna undir, og KSÍ ætti að nota tækifærið og skipta strax um þjálfara. Meðvirknin með landsliðinu náði hámarki á Bylgjunni morguninn eftir Tyrkjaleikinn þegar sá annars frábæri útvarpsmaður, Heimir Karls, byrjaði viðtal við Guðna Bergs, formann KSÍ, á því að óska honum til hamingju með árangurinn! Það virtist koma aðeins á keppnismanninn Guðna, líkt og Ljósvaka, sem svelgdist á kaffinu.“

Erik Hamren tók við landsliðinu fyrir rúmu ári síðan og hefur náð ágætis árangri, Björn Jóhann krefst þess hins vegar að Guðni reki Svíann á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina