fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Segir mál Lennon vera mjög leiðinlegt: ,,FH setti ný viðmið í íslenskum fótbolta“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Stóri strákurinn að leita að laununum mínum,“ skrifaði Steven Lennon, framherji FH í færslu á Instagram í gær. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli, sérstaklega í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið. Launamál og þá vandræði FH-inga að standa við greiðslur, hafa komið reglulega fram í hlaðvarpsþáttum síðustu mánuði. Færsla Lennon er olía á þann eld sem logað hefur.

Á myndinni mátti sjá skoska framherjann á Tenerfie, þar sem sonur hans var að moka á ströndinni. Mikið hefur verið rætt um þessa færslu, framherjans. Lennon er einn af þeim sem sagður er ósáttur með hvernig launamál félagsins hafa verið.

Málið var tekið fyrir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem Hjörvar Hafliðason, Mikael Nikulásson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fóru yfir stöðuna.

Kristján Óli Sigurðsson var fjarverandi í þætti dagsins en hefur fullyrt launavandræði FH í marga mánuði en félagið hefur alltaf neitað.

,,Steven Lennon birtir þarna mynd af syni sínum sem er að grafa í sandinum og segir að hann sé að leita að launum pabba hans,“ sagði Hjörvar er umræðan fór af stað.

,,Mér finnst þetta rosalega leiðinlegt. Ástæðan er sú að FH setti ný viðmið í íslenskum fótbolta, þeir svona gerðu þetta upp.“

,,Ég get nefnt lítið atriði, þegar ég vann hjá Stöð 2 Sport og við vorum að fá þessa leikmenn til okkar – þú gast séð það að leikmenn FH voru betur þjálfaðir en aðrir. Þeir settu ný viðmið í öllum þessum málum og það kostar peninga.“

,,Það er erfitt að vera með metnaðarfullt starf í afreksstarfi hér á Íslandi.“

Hrafnkell bætir við að þetta sé mál sem hafi lengi verið vandamál. Að sumir FH-ingar hafi ekki fengið borgað á réttum tíma í dágóðan tíma.

,,Þetta gerist ekki bara á einni nóttu. Þetta er vandamál sem byggist á mörgum árum ef þið vitið hvað ég meina. Núna er allt komið í algjört fokk,“ segir Hrafnkell.

Mikael setur spurningamerki við það að Lennon sé enn að spila fyrir FH þrátt fyrir þessi vandræði.

Á sama tíma er hann ekki hrifinn af þessari ákvörðun Lennon að birta svo viðkvæmt mál á samskiptamiðla.

,,Samt heldur Steven Lennon alltaf áfram í FH? Mér finnst eins og þetta sé að gera ár eftir ár eftir ár. Hann væri ekki í FH ef hann væri ekki búinn að fá launin sín síðan 2018 er það nokkuð,“ segir Mikael.

,,Ég held að þetta sé ekki bara svona í FH. Ég sá að Höfðinginn, hann vaktar Twitter og svona, hann setti strax inn Twitt. Mér finnst skrítið af Lennon að henda þessu inn. Hann er klárlega að skjóta á FH þarna.“

,,Hann er basically að segja: ‘Ég vinn hjá FH og FH er ekki að borga mér launin og þeir hafa verið að neita.’

Umræðuna má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar
433Sport
Í gær

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Í gær

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn