Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Moldóvu:
Erik Hamren hefur opinberað byrjunarlið sitt, fyrir síðasta leikinn í undankeppni EM. Leikurinn hefst klukkan 19:45 í Moldóvu.
Íslenska liðið fer í umspil um laust sæti á EM, í mars. Leikurinn í kvöld er því aðeins upp á stolt leikmanna.
Kolbeinn Sigþórsson er í byrjunarliði Íslands, hann getur bætt markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með landsliðinu. Kolbeinn hefur skorað 26 mörk, líkt og Eiður gerði á ferli sínum.
Sverrir Ingi Ingason fær tækifæri í hjarta varnarinnar og Mikael Neville og Arnór Sigurðsson byrja á köntunum. Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson, leiða línuna.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Ari Freyr Skúlason
Mikael Neville Anderson
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Arnór Sigurðsson
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson