fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þjálfari Moldóva pirraður: Komu heim frá Frakklandi klukkan fimm í morgun – Kallar eftir meiri fagmennsku

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Engin Firat, þjálfari Moldóvu, var þreyttur á fréttamannafundi Moldóva sem fram fór í Kísinev rétt í þessu. Firat var gagnrýninn á knattspyrnusamband Moldóvu og sagði að sá eini sem hefði trú á leikmönnum landsliðsins væri hann sjálfur. Firat segir að landslið Moldóvu hafi komið til landsins klukkan fimm í morgun.

„Við sjáum hvað gerist á morgun. Síðasti leikur er búinn, leikmennirnir lögðu mikið í Frakkaleikinn en við komum heim klukkan fimm í morgun. Leikmenn eru þreyttir og eins og þið sjáið kannski er ég líka þreyttur,“ sagði hann og bætti við að meiðsli væru í hópnum.

Engin virtist pirraður á því hvernig komið er fram við landsliðið. Hann fór ekki ofan í saumana á því hvers vegna liðið kom svona seint heim frá Frakklandi, en til samanburðar var íslenska liðið komið til Moldóvu um miðjan dag í gær. Hann sagði að Moldóvar þyrftu að bæta umgjörðina í kringum liðið og kallaði hann eftir meiri fagmennsku.

„Það verður að vera meiri fagmennska. Ef þið viljið fá eitthvað frá leikmönnum verðið þið að gefa þeim eitthvað í staðinn. Ég treysti á þessa stráka. Ég treysti þessum strákum 100%. Við þurfum að breyta mörgu ef við ætlum okkur að ná árangri.“

Engin segir að ekki hafi reynst unnt að hafa æfingu í dag sökum þess hve liðið kom seint heim frá Frakklandi. Það setti leikinn gegn Íslandi að vissu leyti í uppnám því ekki er hægt að æfa uppstillingu og fleira í þeim dúr. Hann sagði þó að leikmenn væru klárir í leikinn og markmiðið væri að gera moldóvsku þjóðina stolta.

Landslið Moldóvu tapaði naumlega gegn heimsmeisturum Frakka á fimmtudagskvöld, 2-1, en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Engin sagði að mikil orka hefði farið í leikinn en benti á að Ísland hafi einnig spilað erfiðan leik sama kvöld, gegn Tyrkjum í Istanbúl. Sagði hann að mögulea væri þreyta í íslenska hópnum en tók þó fram að hann væri mjög hrifinn af íslenska liðið. Það væri sterkt og vel skipulagt og frábært í föstum leikatriðum. „En leikurinn á morgun gæti ráðist á litlum atriðum,“ sagði hann.

Engin talaði vel um íslenskan fótbolta og sagði raunar að Moldóvar ættu að taka sér Ísland til fyrirmyndar. „Ég virði íslenskan fótbolta mjög. Við eigum að taka þá til fyrirmyndar. Það eru kannski 20 til 30 ár síðan þeir byrjuðu markvisst að fjárfesta í innviðum fyrir fótboltann. Ef við tölum um leik þeirra gegn Tyrkjum þá töpuðu þeir vissulega möguleikanum á að komast beint á EM. En þeir munu gefa allt í þetta eins og okkar menn.“

Engin er greinilega staðráðinn í að lyfta knattspyrnunni í Moldóvu upp á hærra plan, en þessi 49 ára þjálfari tók við liðinu í lok október. Hann hefur komið víða við á ferli sínum og verið meðal annars aðstoðarstjóri hjá íranska landsliðinu auk þess sem hann var aðstoðarstjóri Fenerbache.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína