Chelsea á Englandi hefur varað aðstoðarþjálfara félagsins Jody Morris við eftir færslu sem hann birti á samskiptamiðla.
Morris gerði þar grín að Jose Mourinho, fyrrum stjóra liðsins, sem sagðist hafa áhyggjur af vörn liðsins.
,,Jose er ennþá áhyggjufullur,“ skrifaði Morris á Twitter og bætti við emoji köllum sem grenjuðu úr hlátri.
Ekki nóg með það þá birti Morris svipaða færslu á Instagram og gaf í skyn að Portúgalinn væri bitur.
Chelsea vill ekki sjá svona hegðun frá manni sem er hægri hönd Frank Lampard, stjóra liðsins.
Morris hefur ekki beðist afsökunar en hann hefur ávallt verið mjög virkur á netinu.