fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Möguleiki á að Íslandi spili landsleikina í Kaupmannahöfn á heimavelli Bröndby

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mun í mars spila leiki um laust sæti á Evrópumótið sem fram fer næsta sumar, þetta varð ljóst í gær eftir jafntefli við Tyrkland. Það mun koma í ljós í næstu viku hverjir andstæðingar Íslands verða.

Leikið er í undanúrslitum og úrslitum, um laust sæti á EM, leikirnir fara fram 26 mars og 31 mars. Ísland mun alltaf eiga heimaleik í undanúrslitum, það verður svo dregið um hvar úrslitaleikurinn fer fram.

Eins og flestir vita er veðurfarið hér á landi þannig að ekki er öruggt að hægt verði að spila á grasi, í lok mars. Það kemur til greina að leikurinn fari fram í Kaupamannahöfn. Forráðamenn danska sambandsins hafa rætt við forráðamenn KSÍ og nefnt að heimavöllur Bröndby sé góður kostur.

,,Danska sambandið hefur bent á að sá völlur gæti hentað, en ég veit ekki til þess að það hafi verið formlegar samræður um slíkt. Í samtali mínum við framkvæmdarstjóra danska sambandsins, kom það til tals að völlur Bröndby væri góður kostur,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ við 433.is í dag.

Brøndby Stadion, er í Kaupmannahöfn en hann tekur 28 þúsund manns í sæti. Það mun koma í ljós eftir áramót hvort Laugardalsvöllur verður leikfær. ,,Fyrsta val okkar er alltaf að spila á Íslandi.“

Í Færeyjum er upphitaður gervigrasvöllur. ,,Færeyingar hafa hringt í okkur, þeir sögðu okkur að þeir ættu upphitaðan völl sem við mættum nota. Þeir hlógu talsvert þegar við ræddum þessi mál,“ sagði Klara.

Ljóst er að fjöldi Íslendinga myndi leggja leið sína frá Íslandi til Kaupmannahafnar, verði leikurinn þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hættur í enska landsliðinu en opnar dyrnar að snúa aftur

Hættur í enska landsliðinu en opnar dyrnar að snúa aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Í gær

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR