fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Stjarna Liverpool hefur áhyggjur: ,,Vil ekki eyðileggja tímabilið“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Robertson, leikmaður Liverpool, óttast að ökklameiðsli muni setja stórt strik í reikninginn á þessu tímabili.

Robertson hefur spilað meiddur undanfarnar vikur og hefur nánast ekkert getað æft.

Hann hefur dregið sig úr skoska landsliðshópnum vegna meiðsla og er hræddur um að meiðslin gætu haft stór áhrif.

,,Það eru mikil vonbrigði að missa af þessu. Mér er alveg sama hvaða leikur það er, ég vil spila og hef sýnt það í fimm ár,“ sagði Robertson.

,,Undanfarnar tvær vikur hef ég ekkert æft með Liverpool. Ég æfi degi fyrir leik og gat aðeins spilað 15 mínútur gegn Genk.“

,,Þetta endurtekur sig ef ég gef þessu ekki tíma. Ég vil ekki meiðast aftur og eyðileggja tímabilið.“

,,Það er búið að taka ákvörðun og ég ræð þessu ekki. Það særir fyrirliðann að missa úr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum