Tahith Chong, ungstirni Manchester United, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé að yfirgefa félagið.
Chong er 19 ára gamall en hann verður samningslaus næsta sumar og má ræða við önnur félög í janúar.
Mörg félög hafa áhuga á að semja við Chong sem er þó sjálfur ekkert að pæla í þessum málum.
,,Það er ennþá mjög snemmt. Ég er ennþá leikmaður Manchester United og tímabilið er í fullum gangi,“ sagði Chong.
,,Samningamálin koma bara. Ég einbeiti mér að tímabilinu.“