fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ekkert tilboð borist á borð FH í Brand Olsen: „Spilar ekki á Íslandi alla tíð“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því var haldið fram í Dr. Football, hlaðvarpsþættinum í dag að Brandur Olsen, miðjumaður FH væri að ganga í raðir liðs í Danmörku. Ekkert lið var nefnt á nafn.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH veit ekki til þess að Brandur sé að ganga í raðir lið í Danmörku. ,,Hann er samningsbundinn okkur út næsta ár og það er ekkert tilboð á okkar borði,“ sagði Ólafur við 433.is í dag.

Brandur er í Færeyjum þessa stundina en hann undirbýr sig fyrir landsleiki um komandi helgi. ,,Ég talaði við hann í síðustu viku og þá var ekkert komið á hreint, hann var bara spenntur fyrir því að snúa aftur hingað og hefja æfingar með FH.“

Brandur er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður, hann var gríðarlegt efni þegar hann kom upp hjá stórliði FCK, áður en hann gekk í raðir Randers. ,,Það hafa enginn tilboð komið, það var vitað þegar hann kom til Íslands á sínum tíma, að hann væri ekki að fara að spila hér alla tíð. Það var spurning hvort þetta yrði, eitt, tvö eða þrjú ár. Eins og staðan er í dag er hann áfram hérna en það getur breyst, eins og allt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins