fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Emil staðfestir áhuga stórliðsins Roma: „Ég er að vonast til að þetta gerist“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. október 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hefur staðfest að Roma hafi áhuga á sér. Félagið skoðar kosti sína og er Emil einn af þeim sem félagið hefur áhuga á. Emil var gestur í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf.

Fyrst var fjallað um málið í gær. Þar er vitnað í ítalska miðla. Roma vantar miðjumenn en þeir Bryan Cristante, Lorenzo Pellegrini, Amadou Diawara og Henrikh Mkhitaryan eru allir frá vegna meiðsla.

Glugginn á Ítalíu er lokaður eins og á öðrum stöðum, félagið má því aðeins semja við leikmenn án félags og sem eru frá Evrópu. Emil hefur verið án félags síðan í sumar þegar samningur hans við Udinese rann út, hann er 35 ára gamall og leitar að nýju félagi.

,,Þetta er í vinnslu, ég veit að það eru mikil meiðsli hjá Roma. Þeir geta ekki fengið leikmenn nema frá Evrópu, sem eru án samnings. Ég mögulega kem til greina,“ sagði Emil í þættinum.

,,Það er búin að vera einhver umræða, svo er spurning hvort það fari enn lengra. Það verður að koma í ljós, ég er að vonast til að þetta gerist.“

,,Það er erfitt að segja eitthvað, þeir eru með haug af meiðslum. Þess vegna kom þetta upp, það er eitthvað í land að þetta verði af einhverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta