fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Ekki á hreinu hvort Grótta muni greiða leikmönnum laun: „Ætlum að stunda ábyrga fjármálastjórn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 15:43

Birgir Tjörvi og Ágúst fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta réð í dag Ágúst Gylfason til starfa sem þjálfara liðsins, hann gerir þriggja ára samning við nýliðana í Pepsi Max-deildinni.

Birgir Tjörvi Pétursson, formaður Gróttu segir félagið hafa farið í mikla vinnu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, ákvað að segja upp störfum til að taka starf Ágústar hjá Breiðabliki. Grótta ræddi við nokkra þjálfara en Ágúst fær traustið

,,Við fórum strax í mjög mikla vinnu eftir að það var ljóst að við færum upp, við sögðum það í mikilli einlægni að það var ekki í plönum okkar að fara upp. Markmið félagsins var að festa sig í 1. deildinni, þetta var skemmtilegt. Þegar fráfarandi þjálfarateymi ákvað að sigla á ný mið, þá urðum við að hugleiða hvernig við getum nýtt þetta sem tækifæri,“ sagði Birgir í samtali við okkur í dag.

,,Við fórum að velta því fyrir okkur hvað liðið þyrfti í þessari stöðu, okkar niðurstaða var að það væri best fyrir okkur að reyna að byggja á reynslu. Kannski aðeins öðruvísi nálgun, það er okkar niðurstaða að þetta sé það besta fyrir okkur.“

Grótta hefur síðustu ár ekki greitt leikmönnum laun, Birgir á erfitt með að staðfesta hvort breyting verði á. Félagið sé að skoða málin.

,,Við höfum byggt okkar stefnu upp á því að stunda ábyrga fjármálastjórn, fara ekki fram úr okkur. Stefna okkur tekur mið af því, við höfum byggt upp á uppöldum leikmönnum. Þessi stefna hefur reynst okkur svona vel. Við viljum fjárfesta í þeirra uppbyggingu, það er það sem við ætlum að gera. Við erum ekki tilbúnir með öll svörin.“

Birgir segir að félagið muni áfram fjárfesta í ,,Við erum ekki að fara í slíka stefnu. Við sjáum það fyrir okkur að geta gert ýmislegt fyrir okkar leikmenn, sem gerir þá betri. Þjálfun sem bætir einstaklinginn.“

Verða þá enginn föst laun til leikmanna? ,,Við erum í okkar hugmyndavinnu um það hvernig við ætlum að byggja okkar lið upp, þú færði ekki skýrari svör en þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman