fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Vonir Íslands um beina leið á EM nánast á enda – Frakkar unnu ekki

Victor Pálsson
Mánudaginn 14. október 2019 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann öruggan heimasigur í undankeppni EM í kvöld er spilað var við Andorra.

Fyrir leikinn var búist við þægilegum sigri Íslands en Andorra er alls ekki með frábært fótboltalið.

Fyrra mark leiksins skoraði Arnór Sigurðsson fyrir Ísland en hann kom boltanum í netið af stuttu færi á 38. mínútu.

Staðan var svo orðin 2-0 á 65. mínútu er Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 26. landsliðsmark.

Kolbeinn kláraði færi sitt af stakri snilld innan teigs og er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Gylfi Þór Sigurðsson gat bætt við þriðja marki Íslands á 73. mínútu en hann klikkaði þá á vítapunktinum.

Lokastaðan 2-0 fyrir Íslandi sem er enn í þriðja sæti riðilsins með 15 stig.

Vonir Íslands um að komast beint á EM eru hins vegar nánast úti eftir jafntefli Frakklands og Tyrklands á sama tíma.

Ísland þarf því líklegt að treysta á að komast á EM í gegnum umspil í Þjóðadeildinni en leikið er þann 26. og 31. mars.

Ísland 2-0 Andorra
1-0 Arnór Sigurðsson(38′)
2-0 Kolbeinn Sigþórsson(65′)

Frakkland 1-1 Tyrkland
1-0 Olivier Giroud(76′)
1-1 Kaan Ayhan(82′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Í gær

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Í gær

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök