Föstudagur 22.nóvember 2019
433Sport

Patrik blómstrar á Englandi: Mikið efni sem ætlar sér langt – „Er búinn að bæta mig þvílíkt síðasta árið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrik Sigurður Gunnarsson, er aðeins 18 ára gamall en er farinn að standa vaktina í marki U21 árs landsliðsins. Patrik er okkar efnilegasti markvörður og hefur hæfileika til að ná afar langt. Hann leikur með Brentford í næst efstu deild Englands.

Það segir ýmislegt um framgöngu Patriks síðasta árið að Brentford bauð honum nýjan samning eftir eitt ár hjá félaginu, hann lék einn leik með Brentford í næst efstu deild á síðustu leiktíð.

Patrik er staddur á Íslandi um þessar mundir en U21 árs liðið mætir Írum á morgun, liðið fékk 5-0 skell gegn Svíum á laugardag í undankeppni EM.

,,Það er aldrei gaman að tapa og það 5-0, við áttum lélegan dag. Það er stutt í næsta leik, það er flott. Við erum hungraðir að sanna hvað við getum, að sanna að við séum betri en það sem sást í leiknum við Svía,“ sagði Patrik þegar við ræddum við hann á Víkingsvelli í dag.

Um var að ræða fyrsta tap U21 árs liðsins í ár, Patrik vonar að það komi mönnum á tærnar. ,,Við höfum spilað gegn sterkum liðum eins og Dönum og Tékklandi, okkur fannst eins og við værum kannski ósigrandi. Að við gætum farið í alla leiki til að vinna þá, þetta kemur okkur niður á jörðina. Við erum spenntir fyrir næsta leik.“

Patrik var með Kolbein Birgi Finnsson með sér í Brentford en hann var seldur til Dortmund í sumar. ,,Það er allt í lagi, það var fínt að hafa Kolbein með sér til að taka aukaæfingar og fara út að borða. Þetta er allt í góðu, svona er lífið í fótboltanum.“

Patrik gerði nýjan fjögurra ára samning við Brentford í sumar, hann gekk í raðir félagsins frá Breiðablik.

,,Þjálfarinn hefur hrósað mér fyrir það að ég sé alltaf að ýta á markvörðinn sem er að spila, maður er ungur og ekki með sömu reynslu og þeir. Það kemur með árunum, maður heldur bara áfram að ýta á þá og bíður eftir tækifærinu.“

,,Ég gerði miklu meira á þessu fyrsta ári en ég bjóst við, fékk tækifæri og fannst ég nýta það vel. Ég er búinn að bæta mig þvílíkt síðasta árið.“

Patrik leikur með varaliði félagsins sem er ekki í deildarkeppni, félagið leikur aðeins æfingaleiki þar og það er Patrik sáttur með. Það er iðulega gegn afar sterkum andstæðingum.

,,Þessir leikir, þó þeir séu æfingaleikir þá virka þeir fyrir mig. Fullt af liðum sem ég hef spilað á móti sem hafa komið eftir leik og hrósað manni, lið sem maður mætir ekki í deildarkeppni. Maður er að sanna sig í þessum leikjum, við ferðumst mikið og mætum sterkum liðum. Portúgal, Danmörk, Skotland og fleiri lönd. Mættum meðal annars Dortmund þar og Kolbeinn átti góðan leik, það sannaði ágætlega hvað þessir leikir geta gefið.“

,,Félagið vill að við spilum leiki á fleiri stöðum, bera sig saman við önnur lið. Mér finnst varaliðið hjá Brentford vera nær aðalliðinu en hjá öðrum liðum. Það er hluti af þessu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho sendi Kane smáskilaboð: „Þú ert besti framherji í heimi“

Mourinho sendi Kane smáskilaboð: „Þú ert besti framherji í heimi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Örlög Íslands koma í ljós snemma á morgun

Örlög Íslands koma í ljós snemma á morgun
433Sport
Í gær

Mourinho fær ekki krónu í janúar

Mourinho fær ekki krónu í janúar
433Sport
Í gær

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“