Þýska goðsögnin Miroslav Klose hefur tjáð sig um Robert Lewandowski, framherja Bayern Munchen.
Lewandowski hefur raðað inn mörkum undanfarin ár bæði fyrir Bayern og pólska landsliðið.
Klose var þekktur markaskorari á sínum tíma en hann segist ekki eiga roð í Lewandowski.
,,Robert Lewandowski spilar aðeins eins og ég en hann er tíu sinnum betri en ég var nokkurn tímann,“ sagði Klose.
,,Hann er fullkominn framherji, hann getur notað báðar lappir, er góður í loftinu og með góðan skotfót.“