fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Dauðhræddur Gary vildi ekki mæta aftur á æfingu: ,,Ég sný mér við og þá eru þeir mættir“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

90 mínútur, hlaðvarpsþátturinn er í fullu fjöri þessa dagana. Gestur þáttarins að þessu sinni er Just a kid from Darlo sem vann gullskóinn.

Það hefur fátt annað verið rætt í sumar í Pepsi Max-deildinni en um Gary Martin.

Framherjinn sem Valur fékk en sparkaði út eftir nokkra leiki. Hann fór í ÍBV og vann gullskóinn.

Gary hefur átt skrautlegan feril og lék eitt sinn með liði Ujpest í Ungverjalandi þar sem hann spilaði tvo leiki.

Gary var þar í láni frá Middlesbrough en stuttu seinna var hann kominn til Íslands og samdi við ÍA.

Gary talaði aðeins um tíma sinn hjá Ujpest en liðið er eitt það stærsta þar í landi og hefur unnið deildina 20 sinnum.

,,Einu sinni vorum við að æfa á vellinum, nokkrum dögum fyrir leik sem er eðlilegt,“ sagði Gary sem var 19 ára gamall á þessum tíma.

,,Á þessum velli þá eru steinsæti í horninu sem er hægt að labba yfir, ég hef aldrei séð þannig áður.“

,,Við erum að æfa og ég er að skjóta frá þessum hluta vallarins, ég sný mér svo við og þá eru 50-60 fótboltabullur mættar. Þeir voru með ör í andlitinu, húðflúr út um allt og þeir gengu að okkur.“

,,Ég hljóp beint inn í leikmannagöngin og vildi komast burt. Fyrirliði liðsins sagði við mig: ‘Þeir vilja bara tala, þeir gera ekkert.’

,,Við þurftum að útskýra af hverju úrslitin voru svona slæm, þeir eru klikkaðir í Ungverjalandi og leikmenn voru heldur ekki að fá borgað.“

,,Stuðningsmennirnir skildu ekki hvað var í gangi. Það þurfti að útskýra þetta fyrir þeim. Eftir þetta þá vildi ég ekki snúa aftur á æfingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“