fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Hverjum halda stjörnurnar með í enska?

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. janúar 2019 16:00

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski boltinn er nokkurs konar sófaþjóðaríþrótt Íslendinga. Fáar ef nokkrar þjóðir hafa meiri áhuga á bresku boltasparki og flestir eiga sitt lið sem þeir styðja fram í rauðan dauðann. DV tók hús á nokkrum gallhörðum stuðningsmönnum og spurði þá hvernig þeim litist á tímabilið sem nú er í gangi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR – Manchester United

„Þetta er það lið sem pabbi heldur með og hélt með þegar ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum. Sannaðist þá máltækið „Hvað ungur nemur, gamall temur.“ Þótt það gildi ekki um pólitískar skoðanir okkar feðga.

Mér líst að mörgu leyti vel á tímabilið núna, eftir nýjustu vendingar. Þar sem leikgleðin og hjartað er aftur farið að einkenna enska boltann. Ég er ánægður að sjá langþráðan neista hjá Manchester United og vona að hann haldist. Ég vil frekar horfa á liðið spila þannig heldur en að spila leiðinlegan og hugmyndasnauðan taktískan bolta. Ég hef hingað til frekar horft á leiki með Liverpool og Tottenham, sem hafa verið að spila frábæran bolta, en vona að það verði breyting þar á.“

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG – Liverpool

„Einu sinni gældi ég við að halda með Manchester United á meðan ég bjó þar um skeið. Ég hætti þeim pælingum þó snarlega eftir að ég prófaði sömu sólbaðsstofu og David Beckham. Núna held ég með Liverpool og hef gert það í gegnum súrt og sætt. Núna er aldeilis góður tími fyrir okkur. Við erum með gott forskot og höfum alla burði til að halda áfram þessari sigurgöngu þótt tímabilið sé langt og allt geti gerst. Mér finnst hins vegar kominn tími á sigur og ég held að Klopp og allir Púlarar geti tekið undir það.“

Gunnar Sigurðarson, grínisti – Ipswich Town

„Ástæða fyrir því er nokkuð óljós en benda má á að árin 1973 til 1983 var Ipswich næstsigursælasta lið ensku knattspyrnunnar á eftir Liverpool. Svo eru búningarnir bláir og hvítir. Má nefna að það eru litir íslenska landsliðsins og Víkings frá Ólafsvík. Mér líst viðbjóðslega illa á tímabilið núna, sem er jafnframt versti árangur liðsins í 60 ár. Þá er árangur liðsins einnig sá versti í sögu Championship-deildarinnar. Þannig að ég hef verið fokking betri þegar kemur að knattspyrnumálum á Englandi. En annars hef ég sjaldan verið betri.“

Sema Erla Serdar, mannréttindafrömuður – Manchester United

„Liðið mitt hefur alltaf verið og verður alltaf Manchester United, sama hvað bjátar á. Þegar ég var sjálf í fótboltanum hélt ég mikið upp á Eric Cantona og ég hélt þar af leiðandi með Manchester United. Það hefur ekki verið ástæða til þess að endurskoða þá ákvörðun síðan þá. Þetta hefur ekki verið okkar besta tímabil en ég er alveg hrikalega bjartsýn á framtíðina þar sem liðið losaði sig loksins við José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær svaraði kallinu um að koma heim.“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður – Leeds United

„Leeds United er liðið alveg frá 1970. Þá var liðið að koma upp úr annarri deildinni og sló strax í gegn. Svo var Skoti aðalmaðurinn, Billy Bremner! Nú sýnist mér góðar líkur á því að liðið komist upp úr annari deildinni upp í deild þeirra bestu og þá mun Leeds United eins og þá fara beint á toppinn.“

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins – Arsenal

„Ég bjó um nokkurra ára skeið í London og komst vart hjá því að halda með Arsenal enda sótti Jón, maðurinn minn, leiki liðsins reglulega. Í fyrsta sinn sem ég sá þá spila sofnaði ég reyndar við öxl Jóns. Það kom þó ekki að sök enda vann Arsenal 6-1 gegn Southampton ef ég man rétt.
Mér líst bærilega á tímabilið, þó að ég sakni eilítið Arsene Wenger. Manni fannst hann einhvern veginn ætla að verða eilífur og með honum hvarf tenging við fallegri og saklausari tíma, fyrir tíma olíufursta og ólígarka. Unai Emery er samt ágætur, reyndar svolítið vondur við Özil greyið.“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar – West Ham United

„Ég styð West Ham, líkt og Barack Obama, og hef gert það frá barnæsku. Þá voru margar frægar kempur í liðinu en mest hélt ég upp á framherjann knáa Clyde Best, frá Bermúda en hann var einn fyrsti þeldökki leikmaður efstu deildar. Þrátt fyrir rysjótt gengi hjá þessu gamla austurbæjarliði hef ég þó verið því trúr og þekki það svo sem ágætlega hvernig það er að síga upp og niður töfluna í pólitíkinni. Ég gleðst þegar vel gengur og hef dáðst að einstaka afburðaleikmanni sem skolað hefur á fjörur klúbbsins. Ég er alltaf svolítið veikur fyrir litríkum sólóistum á fótboltavellinum og þar eru minnisstæðastir Ítalinn Paolo Di Canio og Argentínumaðurinn Carlos Tevez. Nú er West Ham um miðja deild og það svalar mínum metnaði fullkomlega.“

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður – Leeds United

„Ég var sjö ára þegar Leeds var á toppnum. Þú getur fundið nokkra fylgni milli þess með hvaða liði á Bretlandseyjum menn halda með því að líta til þess hvaða lið var á toppnum þegar viðkomandi var sjö ára. Leeds lenti svo í hremmingum og kannski má segja að eyðimerkurganga liðsins undanfarið hafi orðið til þess að áhugi minn er fremur takmarkaður; ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Þannig að ég hef ekki fylgst með þessu þannig að ég geti nokkuð spáð í spilin, nema bara með það að Leeds er að koma á siglingu. Þá vaknar kannski áhuginn eftir Þyrnirósarsvefn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Geta tekið á móti 23.500 áhorfendum

Geta tekið á móti 23.500 áhorfendum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Bestu pör sögunnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mandela var að losna úr fangelsi og allt var sett á ís – Þorvaldur sat í klefanum með kostulegum Clough

Mandela var að losna úr fangelsi og allt var sett á ís – Þorvaldur sat í klefanum með kostulegum Clough
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er að verða vitlaust á því að mælast með COVID-19 – „Ég er eins og skeppna sem er haldið í búri“

Er að verða vitlaust á því að mælast með COVID-19 – „Ég er eins og skeppna sem er haldið í búri“
433Sport
Í gær

Ronaldo spilar ekki gegn Barcelona – Fór í aðra Covid skimun

Ronaldo spilar ekki gegn Barcelona – Fór í aðra Covid skimun
433Sport
Í gær

Allir stærstu fjölmiðlar Bretlands fjalla um íslenska undrabarnið

Allir stærstu fjölmiðlar Bretlands fjalla um íslenska undrabarnið
433Sport
Í gær

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir orrustunni í Svíþjóð – „Hvað er að gerast?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir orrustunni í Svíþjóð – „Hvað er að gerast?“
433Sport
Í gær

Forsetinn segir af sér eftir stríðið við Messi

Forsetinn segir af sér eftir stríðið við Messi