fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Sögusagnir um FH koma Ólafi Inga í opna skjöldu: „Vil klára tímabilið áður en ég ræði málin“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. september 2019 12:45

Ólafur Ingi Skúlason byrjar vel með Blikum í Evrópu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis kom að fjöllum þegar blaðamaður bar það upp við hann, hvort hann gæti verið á leið í FH. Fram kom í Dr. Football í dag að möguleiki væri á að Ólafur færi Í FH.

Þar var sagt að FH hefði áhuga á að fá Ólaf sem leikmann en að hann myndi einnig þjálfa 2 flokk félagsins.

,,Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn,“ sagði Ólafur og heyra mátti að hann var hissa að þessi saga væri á flugi.

Ólafur er 36 ára gamall og kom heim fyrir rúmu ári. Samningur hans við Fylki er á enda eftir tímabilið, hann hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá félaginu. Hann segist ekki hafa átt neitt samtal um það.

,,Ég vil klára tímabilið áður en ég ræði málin, ég gæti tekið annað tímabil sem leikmaður. Ég vil klára tímabilið almennilega og svo skoða ég málin, ég þarf að ræða við fjölskyldu mína um framhaldið. Ég er í fínu standi, það er ekkert þannig sem kemur í veg fyrir að ég spili. Svo fer þetta eftir því hver verður þjálfari.“

Ólafur hefur eftir heimkomu verið að mennta sig sem þjálfara og neitar því ekki að hugurinn leitar þangað. Fylkir leitar að nýjum þjálfara, ákveðið var að semja ekki aftur við Helga Sigurðsson.

,,Ég hef áhuga á á að þjálfa, maður spilar ekki endalaust og þetta er það sem maður kann best. Ég hef unnið við fótbolta, frá því að ég var unglingur. Mig langar að reyna að miðla af minni reynslu, svo veit maður aldrei hvernig það gengur. Það er ekkert merki á milli þess að vera góður leikmaður og góður þjálfari. Ég hef mikinn áhuga á þessu og er að afla mér þekkingar, planið er að láta á það reyna. Ég er að undirbúa mig undir framtíðina með því að taka stigin hjá KSÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs gagnrýnir Salah – „Hann var ófaglegur“

Arnar Gunnlaugs gagnrýnir Salah – „Hann var ófaglegur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
433Sport
Í gær

Fangelsuð fyrir að svína á stórstjörnu – Sveik út úr honum tugi milljóna

Fangelsuð fyrir að svína á stórstjörnu – Sveik út úr honum tugi milljóna
433Sport
Í gær

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag

Forráðamenn Real Madrid héldu neyðarfund – Síðasti séns Alonso á miðvikudag