fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Guðmundur Böðvar hættur eftir kaldar kveðjur í Kópavogi: „Ekki sáttir með framkomu stuðningsmanna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. september 2019 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Böðvar Guðjónsson er hættur sem leikmaður Breiðabliks, þetta kom fram í Dr. Football. Hlaðvarpsþættinum vinsæla í dag.

Guðmundur var ekki í leikmannahópi Blika gegn ÍBV í gær og vakti það athygli, hann hafði komið við sögu í síðasta leik liðsins gegn Stjörnunni. Talsvert hefur verið rætt um Guðmund í sumar og spilatíma hans í Kópavoginum.

Hann hefur lítið spilað en þær mínútur sem hann hefur klipið, virðast pirra stuðningsmenn Blika. Þannig kom fram í Dr. Football að baulað hefði verið á Guðmund þegar hann kom við sögu gegn Stjörnunni.

,,Hann lendir upp á kant við stuðningsmenn Breiðabliks, þeir hafa látið hann finna fyrir tevatninu í allt sumar. Sem endar með því að þrátt fyrir að Breiðabliks sé með félagsfræðing í vinnu, og reyni að halda öllum góðum. Þá er Guðmundur Böðvar hættur,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.

Hjörvar veltir því fyrir sér af hverju stuðningsmenn Blika séu að ráðast á mann, sem hefur lítið haft með árangur liðsins að gera.

,,Hann er búinn að fá nóg af árásum, steininn tók úr þegar árásirnar héldu áfram gegn Stjörnunni. Hvað var verið að ráðast á hann? Það er ekki eins og hann sé að taka stóran tékka. Gefa alla þessa tíma í þetta og fá svona.“

Kristján Óli Sigurðsson, sjálfur Höfðinginn er ekki sáttur með framkomuna.

,,Þeir púa á hann, þegar hann kemur inn gegn Stjörnunni. Af hverju er ekki púað á þessu sem eru ekki að vinna eitt slakasta lið Stjörnunnar síðustu ár? Ég skil ekki svona, þetta eru kaldar kveðjur. Hefur staðið sig ágætlega, ekki besti fótboltamaðurinn og hann veit. Hann er mikilvægur í klefanum og ég veit að leikmenn Breiðabliks eru ekki sáttir með þessa framkomu stuðningsmanna. Félagsfræðingurinn ætti loksins að fara að vinna fyrir kaupinu sínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fenerbahce reynir við Ederson

Fenerbahce reynir við Ederson
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er þetta besta þrenna sögunnar? – Tvær bakfallspyrnur og eitt stórkostlegt skot

Er þetta besta þrenna sögunnar? – Tvær bakfallspyrnur og eitt stórkostlegt skot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tilbúnir að selja til Liverpool en vilja leikmann í skiptum

Tilbúnir að selja til Liverpool en vilja leikmann í skiptum
433Sport
Í gær

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“
433Sport
Í gær

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030