fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Vörður vaktaði Emil þegar hann fór að pissa: Hætta á að ljón myndi ráðast á hann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. september 2019 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson er án félags þessa dagana en leitar sér að nýju félagi, hann velur draumalið sitt í þætti sem Jóhann Skúli er með.

Emil hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins síðustu ár en hann hefur að mestu spilað á Ítalíu, á ferlinum.

Hann ræðir þar um dvöl sín hjá Malmö árið 2006 en hann kom til félagsins að láni frá Malmö. „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum,“ sagði Emil og ræddi þar um Sören Åkeby, sem þá var þjálfari liðsins

„Þetta er klárlega ekki besta fótboltaþjálfari sem ég hef haft,“ sagði Emil en félagið fór í æfingaferð til Suður-Afríku, það var eftirminnileg ferð.

„Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“

Þegar Emil ætlaði að kasta af sér þvagi, þá var hætta á að ljón myndi ráðast á hann.

„Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur