fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Sif þakkar fyrir fallegar samúðarkveðjur: ,,Dásamlegt að heyra frá ykkar tengslum við föður okkar“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Atladóttir, landsliðskona, birti fallega færslu á Instagram í kvöld þar sem hún þakkar fyrir fallegar samúðarkveðjur.

Eins og flestir vita þá lést Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður, á dögunum eftir baráttu við krabbamein.

Sif er dóttir Atla og hafa undanfarnir dagar væntanlega verið erfiðir fyrir bæði hana og hennar fjölskyldu.

,,Ég vil þakka öllum fyrir fallegar samúðarkveðjur síðastliðna viku. Það hefur verið dásamlegt að lesa og heyra frá ykkar tengslum við föður okkar,“ skrifaði Sif á meðal annars.

,,Brosmildi og jákvæðnin hans var eitthvað sem einkenndi hann og var hans styrkur í gegnum hans ævi og hefur verið hans leið að tengjast öðrum á lífsleiðinni.“

Atli var dáður hér á landi og fékk ófáar fallegar kveðjur á samskiptamiðlum úr ýmsum áttum.

Hér má sjá færsluna í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“