fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Sögufrægustu myndirnar úr vinsælustu íþrótt heims: Hættuleg árás, óvinur þjóðarinnar og internet-stjarna

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er staðreynd að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims en hún er á toppnum í flestum Evrópulöndum.

Knattspyrnan hefur lengi verið númer eitt hér á landi þó að gæðin hér heima séu ekki þau sömu og erlendis.

Næstu daga ætlum við hér á 433.is að birta sögufrægar myndir úr knattspyrnunni þar sem ýmis atvik verða rifjuð upp.

Myndirnar tala yfirleitt sínu máli en þó að þær séu ekki alltaf fallegar þá eru þær ávallt þýðingarmiklar.

Við byrjum á tíu myndum og við vonum að lesendur hafi gaman að en við munum birta fleiri á næstu dögum.

Njótið.

1. Þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í bringuna á HM 2006 en Ítalía fagnaði sigri gegn Frökkum í úrslitaleik liðanna.


2. Þegar Diego Maradona skoraði fyrra mark Argentínu með hendinni gegn Englandi í undanúrslitum HM 1986. Argentína vann leikinn að lokum 2-1 og varð á endanum meistari.


3. Þegar Cristiano Ronaldo reif sig úr að ofan á Nou Camp í leik gegn Barcelona í spænska Ofurbikarnum árið 2007.


4. Þegar Lionel Messi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barcelona.


5. Þegar David Beckham fékk rauða spjaldið í tapi gegn Argentínu á HM 1998. Beckham varð strax óvinur þjóðarinnar og var honum kennt um tap enska liðsins.


6. Þegar Marco Materazzi og Rui Costa horfðu saman á stuðningsmenn Inter og AC Milan gera allt vitlaust í grannaslag liðanna. Stöðva þurfti leikinn en rígurinn á milli þessa liða er mikill.


7. Þegar Paul Scholes skipti um treyju við Andres Iniesta eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011. Þetta var síðasti leikur Scholes í Meistaradeildinni í bili en Barcelona vann úrslitaleikinn, 3-1.


8. Þegar Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona og var það lagt upp af Ronaldinho. Messi tók í kjölfarið við af Ronaldinho sem konungurinn á Nou Camp.


9. Þegar Sir Alex Ferguson benti á úrið sitt. Ferguson var þekktur fyrir það að minna dómarana á tímann og var alltaf með sekúndurnar á hreinu.


10. Þegar Mario Balotelli reif sig úr að ofan gegn Þýskalandi á EM 2012. Balotelli varð að internet-stjörnu eftir þetta fagn en hann gerði tvennu í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík