fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Börkur segir misgáfulega menn fjalla um málið: „Aðilar sem kalla sig höfðingja, king og allt þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 11:49

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, besti markvörður í sögu Íslands hefur verið mikið í fréttum síðustu daga. Hannes fékk frí hjá Val síðustu helgi, vegna meiðsla. Sökum þess gat hann farið í brúðkaup aldarinnar, á Lake Como. Þar gengu Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir í það heilaga.

Mikið hefur verið rætt og ritað um málið, sumir héldu því fram að ákvæði um þetta væri í samningi Hannesar við Val. Hannes tjáði sig um málið við fjölmiðla eftir tap Vals gegn KR í gær, þar sem markvörðurinn hafði náð heilsu á ný.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Hannes

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals ræðir málið og stöðu Vals ítalrega við Vísir.is í dag.

Þar segir hann umræðuna um Val og Hannes koma helst fram í misgáfulegum hlaðvarpsþáttum „Þessi mál sem hafa verið að dynja yfir okkur af misgáfulegum podcöstum og einhverjum aðilum sem kalla sig höfðingja, king og allt þetta. Það truflar okkur ekkert frá degi til dags en hins vegar finnst mér umræðan almennt ekki nógu góð,“ segir Börkur og bætir við,“ segir Börkur við Vísir.is.

Þetta hefur þjóðin að segja um mál Hannesar: „Sló út viðtalið við Lilju er hún svaraði dónalegum, drukknum, fullum Miðflokksmönnum“

Hann segir að misgáfulegir menn fjalli nú um Pepsi Max-deild karla, sökum þess verði umræðan misgáfuleg.

„Mér finnst ósóminn kristallast í umræðunni um Hannes og hans mál. Að hann sé meiddur og fari í 2-3 daga frí kemur í raun engum við nema viðkomandi félagi og leikmanninum. Mér finnst umræðan svolítið sóðaleg og á lágu plani. Það er eitthvað sem við höfum ekki átt að venjast hingað til á Íslandi. Það er kannski fylgifiskur þess að vera með alla þessa miðla og alla þessa athygli á Íslandsmótinu.

„Það raðast inn misgáfulegir menn að fjalla um þetta og þar af leiðandi verður umræðan misgáfuleg. Það truflar okkur í sjálfu sér ekki og hefur ekki verið umræðan inn í félaginu. Við erum svolítið berskjaldaðir núna og auðvelt skotmark. Við eigum erfitt með að svara fyrir okkur á meðan illa gengur inn á vellinum.“

Lestu viðtalið á Vísir.is í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja fá framherja Manchester United í janúar

Vilja fá framherja Manchester United í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Í gær

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Í gær

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“