fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári man eftir þessu liði: ,,Það var allt ómögulegt í síðustu viku“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið vann frábæran 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld er við mættum þeim í undankeppni EM.

Ragnar Sigurðsson sá um að tryggja mörk íslenska liðsins en hann gerði þau bæði í fyrri hálfleik.

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu Íslands, ræddi við RÚV eftir leikinn og var afar ánægður með spilamennskuna.

,,Þetta er bara meiriháttar. Þegar við hugsum til baka þá var allt ómögulegt í síðustu viku,“ sagði Eiður.

,,Þetta er fljótt að breytast en það er skemmtilegt að sjá liðið sem hefur fengið á sig gagnrýni en hefur aldeilis stigið upp í síðustu tveimur leikjum. Sex stig eins og kosið.“

,,Það er ekki að sjá að þetta tyrknenska lið hafi verið nýbúið að vinna heimsmeistarana. Þeir spiluðu hægt og það var lítið að gerast.“

,,Það eru 15 í bongó á Íslandi og Ísland er byrjað að vinna aftur, bara geggjað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Í gær

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Í gær

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann