fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. maí 2019 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum súr í kvöld eftir 1-0 tap gegn ÍA í efstu deild.

Sigurmark ÍA kom í blálok leiksins en Einar Logi Einarsson gerði það í uppbótartíma eftir hornspyrnu.

,,Högg í magann. Að fá þetta á sig í endann, það er erfitt að kyngja því. Við vorum að gefa þeim þessi föstu leikatriði,“ sagði Ágúst.

,,Ég var mjög ánægður með liðið hjá mér, hvað við náðum að spila boltanum vel. Því miður fáum við ekkert úr þessum leik en ég er nokkuð ánægður með liðið.“

,,Það er erfitt að komast í gegnum fimm manna vörn. Við skoruðum eitt mark og fengum 2-3 góð færi og fengum fá færi á okkur. Það var fast leikatriði sem kláraði þennan leik.“

Í leikslok þá rifust Ágúst og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari ÍA aðeins og við spurðum hann út í þau orðaskipti.

,,Það var ekki eins og hann væri ekki sáttur við leikinn. Ég skil þetta ekki. Hann fékk þrjú stig og ég yrði himinlifandi með það í svona leik. Þú verður að spyrja hann hvað hann var að hugsa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð