fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Guðlaugur Þór var grófur: ,,Dómarinn var nú ekki alveg edrú“

433
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:50

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk mikla gagnrýni fyrir að vera grófur, en sem betur fer hlustaði ég ekki á það, því þá hefði ég hætt á fyrsta degi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í samtali við Hringbraut. Guðlaugur verður í ítarlegu viðtali á sjónvarpsstöðinni í kvöld.

,,Ég man að Ari Sigvaldason, fréttamaður og vinur minn, það var eitt hús á milli okkar, hann kenndi mér fótbolta. Eftir svona hálftíma heimtaði hann að ég myndi fara, ekki bara af vellinum, heldur út úr garðinum.“

Sögur um að Guðlaugur hafi verið grófur, sparkað í mann og annan hafa gengið lengi. „Ég hef heyrt þessa gagnrýni, ég tek ekki mark á henni. Gísli Einarsson er eitthvað að rifja þetta upp í einhverju blaði núna, hann hringdi í mig og við vorum að fara yfir það að þó að ég eigi kannski stærri hápunkt heldur en hann þá eigum við það sameiginlegt að margir muna ferilinn okkar þó hann hafi kannski ekki verið sérstaklega farsæll.“

Í þættinum Mannamáli á Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld Guðlaugur yfir sögu af einu sjálfsmarki, sem hann skoraði. „Það sem stendur upp úr og menn tala um ennþá er þegar ég var í meistaraflokki Skallagríms og þetta gat nú eiginlega ekki verið snúnara. Ég er í Menntaskólanum á Akureyri, þetta er 1986, þetta er sumarið fyrir útskriftina. Ég spilaði á Akureyrarvelli og við erum að spila á móti KA. Þó ég segi sjálfur frá þá skoraði ég ekki bara glæsilegasta mark vallarins í leiknum, heldur þetta sumarið. Ég var fyrir utan teig, skrúfaði upp í skeytin, markmaðurinn átti ekki séns… og ef við hefðum ekki tapað 13-0 þá væri þetta bara mjög góð saga!“

„Já það var mjög mikið sjálfsmark. Ég hitti dómarann á Sjallanum um kvöldið og hann var búinn að dæma hundruð leikja og hann var nú ekki alveg edrú en hann hafði bara aldrei séð jafn fallegt mark. Þetta var árshátíðin og átta kennararnir mínir sátu saman. Ég man bara að menn þögnuðu ekkert í stúkunni, menn hlógu svo mikið.“

Mannamál er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Haaland jarðaði Carragher í beinni útsendingu í gær

Myndband: Haaland jarðaði Carragher í beinni útsendingu í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð