fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Chelsea fékk lið Burnley í heimsókn.

Það var boðið upp á mjög fjörugan fyrri hálfleik í gær þar sem fjögur mörk voru skoruð.

Burnley tók forystuna í gær er Jeff Hendrick skoraði með laglegu skoti sem Kepa Arrizabalaga réð ekki við. Það fylgdu svo tvö mörk frá Chelsea en þeir N’Golo Kante og Gonzalo Higuain komust báðir á blað.

Ashley Barnes tókst svo að jafna metin fyrir gestina og lauk fyrri hálfleik með 2-2 jafntefli. Chelsea var mikið með boltann að venju í seinni hálfleik en tókst ekki að bæta við og tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Maurizo Sarri, þjálfari Chelsea var rekinn upp í stúku undir lok leiks. Hann var reiður á svip en ensk blöð segja að hann hafi verið kallaður ´shit Italian“ eða SkÍtali eins og blaðamaður ákvað að þýða þetta.

Chelsea hefur kvartað til enska knattspyrnusambandsins og vill að Sarri sleppi við leikbann. Að leik loknum, varð allt brjálað en Antonio Rudiger sem var ekki með vegna meiðsla, reifst við markvarðarþjálfara Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“