fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

,,Við vitum hvernig við erum á litinn, þið eruð ekki að segja okkur neitt“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Rose, leikmaður enska landsliðsins, varð fyrir kynþáttafordómum í gær er liðið spilaði við Svartfjallaland.

England mætti til Svartfjallalands í undankeppni EM og hafði betur sannfærandi með fimm mörkum gegn einu.

Rose gerðist brotlegur undir lok leiksins og fékk að líta gult spjald. Eftir brotið mátti heyra ljót köll úr stúkunni.

Raheem Sterling, liðsfélagi Rose, tjáði sig um atvikið eftir leik en hann komst á blað í sigrinum.

,,Besta leiðin til að þagga niður í þeim sem hata (og já ég á við rasistana)” skrifaði Sterling á Twitter og bætti síðar við:

,,Ég heyrði þetta ekki persónulega en Danny er búinn að segja mér hvernig þeir höguðu sér.

,,Ég vil bara sýna þeim að þú þarft að gera meira en þetta til að koma okkur í uppnám því við vitum hvernig við erum á litinn. Þið eruð ekki að segja okkur neitt.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga