fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Víðir: Af hverju heyrist ekkert frá Stjörnunni? Kallar eftir því að félagið setji Þórarin Inga í langt bann

433
Fimmtudaginn 21. mars 2019 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, gagnrýnir niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Þórarins Inga Valdimarssonar og Ingólfs Sigurðssonar harðlega.

Þórarinn lét fordómafull ummæli falla í garð Ingólfs í leik Stjörnunnar og Leiknis á dögunum. Þórarinn missti stjórn á skapi sínu og sagði hann að Ingólfur ætti að hugsa um andlega heilsu sína. Mun hann hafa uppnefnt Ingólf í kjölfarið með vísun í veikindi hans, sem Ingólfur hefur talað opinskátt um. Dómari leiksins heyrði ummælin og vísaði Þórarni umsvifalaust af velli.

Þórarinn bað Ingólf afsökunar strax eftir leik og þá baðst hann einnig afsökunar opinberlega á mánudag. Svo fór að Þórarinn var dæmdur í eins leiks bann en ef marka má pistil Víðis á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag finnst honum sú refsing léttvæg í meira lagi.

Víðir segir:

„Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Þórarins Inga Valdimarssonar og Ingólfs Sigurðssonar hefur vakið mikla athygli eins og fjallað var um í bakverði gærdagsins. Þórarinn tekur út eins leiks bann í Lengjubikarnum í febrúar árið 2020 fyrir brottvísun sem hann hlaut fyrir ósæmileg ummæli í garð Ingólfs um andleg veikindi sem hann hefur barist við á opinskáan hátt.“ 

Víðir vísar svo í reglugerð aga- og úrskurðarnefndar, en þar segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli.“

Víðir spyr hvort nefndin hafi ekki þorað að túlka orðalagið „stöðu að öðru leyti“ á þann hátt að það næði yfir þetta atvik.

„Þó að andleg veikindi séu ekki talin upp í reglugerðinni (sem kallar auðvitað á tafarlausa breytingu á henni) virðist það allavega blasa við ólögfróðum manni að nefndinni hefði verið í lófa lagið að kveða upp eðlilegri úrskurð. Hver hefði niðurstaða nefndarinnar verið ef ummælin hefðu beinst að litarhætti eða kynhneigð viðkomandi?“

Víðir kallar svo eftir viðbrögðum Stjörnunnar í málinu og því að félagið setji Þórarin í bann, til að bjarga eigin andliti og hugsanlega andliti KSÍ.

„Og hvar stendur Stjarnan í þessu máli? Hvers vegna heyrist ekkert frá félaginu? Í áðurnefndri reglugerð er tekið fram að félag viðkomandi skuli sæta sekt að lágmarki kr. 100 þúsund. Stjarnan gæti að sjálfsögðu bjargað andliti KSÍ og eigin virðingu að hluta til með því að setja sinn mann í tilhlýðilega langt bann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York