fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals er klár í slaginn gegn Andorra á föstudag, þá hefst undankeppni EM og íslenska liðið hefur hafið undirbúning.

Birkir segir hungur í hópnum en árið 2018, vann liðið ekki einn leik. Það þarf því að snúa skútunni við og koma liðinu aftur í fremstu röð.

,,Ég held að það sé klárt að við viljum fara að vinna leiki aftur, ná frammistöðum sem við vorum að ná fyrir síðast ár. Þrátt fyrir að leikirnir á HM hafi ekki verið slæmir, þá náðum við engum úrslitum nema gegn Argentínu. Við viljum fara að sýna okkar rétta andlit,“ sagði Birkir við blaðamann þegar hann ræddi við hann á Spáni í dag.

Birkir gerir þá kröfu á liðið að vinna á föstudag en eftir viku er svo erfiður leikur gegn Frakklandi.

,,Það er alveg ljóst að ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli, þá verðum við að ná í þrjú stig. Þetta er fyrsti leikurinn og mikilvægt að byrja vel,“ sagði Birkir sem segir markmið liðsins á hreinu.

,,Það er klárt, við ætlum okkur að fara á EM. Þá verðum að taka sigur á föstudag,“ sagði bakvörðurinn. Birkir er ólíkt öðrum leikmönnum á undirbúningstímabili enda leikur hann á Íslandi.

,,Það gengur vel, ég hef getað æft allt undirbúningstímabilið, ég missti af nokkrum mánuðum í fyrra. Ég hef náð að æfa vel, hugsað vel um mig. Með þessa leiki í kollinum, ég hef æft vel fyrir þessa mars leiki.“

Viðtalið við Birki er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast