fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2019 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Maddison, leikmaður Leicester City, skoraði í 2-1 sigri liðsins á Burnley í dag.

Maddison fór út treyjunni eftir að hafa skorað markið en hann klæddist bol innan undir og vildi koma skilaboðum á framfæri.

,,Hvíldu í friði Sophie. Ég elska þig,“ stóð á bol Maddison en hann minntist þar Sophie Taylor sem lést á dögunum eftir baráttu við krabbamein.

Sophie var aðeins fimm ára gömul en Maddison kynntist henni er hann var á mála hjá Norwich.

Michael Oliver, dómari leik dagsins, gaf Maddison gult spjald, eitthvað sem stuðningsmenn tóku illa í.

Maddison kom þó Oliver til varnar og segir að hann hafi alls ekki notið þess að gefa sér gult spjald.

,,Varðandi tístin um Michael Oliver, hann er bara að sinna sínu starfi og var ekki með annað val,“ sagði Maddison.

,,Hann naut þess ekki að sýna mér gula spjaldið og vottaði sína virðingu vegna andláts Sophie.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“