fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari finnur til með RÚV: ,,Þetta er það erfiðasta sem ég hef horft á“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 13:54

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands hefur valið hóp sinn fyrir fyrsta verkefni liðsins í undankeppni EM. Liðið mætir Andorra á föstudag í næst viku og þremur dögum síðar er leikur við Heimsmeistara Frakka, í París.

Ef allt er eðlilegt mun íslenska landsliðið vinna sigur á Andorra en Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari fór vel yfir liðið á fréttamannafundi í dag.

Freyr talar lið Andorra mikið upp en það er erfitt að spila gegn þeim. ,,Af hverju ég veit að þetta verður erfiður leikur? Úrslitin í Þjóðadeildinni þar sem þeir unnu ekki leik. Gerðu þrjú jafntefli á heimavelli, stór munur á þeim heima og úti. Þeir nálgast leikina öðruvísi, staðreyndin er þessi að í síðustu sex heimaleikjum hafa þeir bara tapað einu sinni, það var geng Portúgal, þeir skoruðu þá mörkin á síðustu tuttugu mínútum leiksins.“

,,Þeir sem halda að við séum að fara til Andorra og valta yfir þá, við setjum þá kröfu á þá að við vinnum. Ég vil að fólk átti sig á því að þetta verður ekki göngutúr í garðinum.“

Freyr kveðst finna til með RÚV sem sýnir leikinn í beinni í sjónvarpi næsta föstudag.

,,Ég öfunda ekki þá sem eru með sjónvarpsréttinn af þessum leik, þetta verður ekki fallegur leikur,“ sagði Freyr og útskýrði hvers vegna.

,,Þeir hægja á leiknum meira en ég hef séð, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert að horfa á. Brjóta mikið af sér, 37 aukaspyrnur að meðaltali í leik. Við erum harðir í horn að taka en meðaltalið okkar er 19 aukaspyrnur. Þeir vilja pirra andstæðinga sína, við þurfum að vera undirbúnir í það. Hægur leikur og gríðarlega fastir fyrir, ofboðslega stoltir af því að spila fyrir þjóð sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja breyta þessari VAR reglu fyrir HM í sumar – Mætir mikilli mótstöðu

Vilja breyta þessari VAR reglu fyrir HM í sumar – Mætir mikilli mótstöðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi Raggi mættur í áhugavert starf í Færeyjum

Siggi Raggi mættur í áhugavert starf í Færeyjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær