fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Var með mynd af bræðrum sínum þegar hann lærði fyrir skóla: ,,Allir vita hvernig manneskjur þeir eru“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar leit mikið upp til bræðra sinna á yngri árum og þegar hann hóf knattspyrnuferil sinn.

Hann fór mikið út til að hitta þá á sínum tíma er bræðurnir reyndi fyrir sér í atvinnumennsku hjá ýmsum félögum.

,,Það var geggjað. Þeir eru farnir út þarna snemma, þeir fara út þegar ég er tíu ára eitthvað svoleiðis,“ sagði Garðar.

,,Þá var umfjöllunin ekki eins mikil og núna og það var erfiðara að fylgjast með þeim en maður fylgdist með með þeim í gegnum heimasímann, gamla góða snúrusímann.“

,,Það var ekkert internet til að fylgjast með þeim. Þeir voru frekar duglegir að bjóða mér út þannig ég gæti hitt þá reglulega og farið á leiki með þeim. Ég æfði líka með félagsliðunum sem þeir voru í, ég æfði með Feyenoord og þessum liðum sem var mjög gaman.“

,,Ég var endalaust stoltur af þeim og þeir hafa verið mínar fyrirmyndir í lífinu, bæði í fótbolta og fyrir utan fótbolta. Allir vita hvernig manneskjur þeir eru.“

,,Þetta eru mjög góðar fyrirmyndir að hafa. Ég gleymi því ekki að þegar ég var yngri þá og að læra fyrir skólann og svona þá var ég alltaf með mynd af þeim á borðinu þegar ég var að læra. Maður leit það mikið upp til þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær
433Sport
Í gær

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
433Sport
Í gær

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar