fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Var með mynd af bræðrum sínum þegar hann lærði fyrir skóla: ,,Allir vita hvernig manneskjur þeir eru“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar leit mikið upp til bræðra sinna á yngri árum og þegar hann hóf knattspyrnuferil sinn.

Hann fór mikið út til að hitta þá á sínum tíma er bræðurnir reyndi fyrir sér í atvinnumennsku hjá ýmsum félögum.

,,Það var geggjað. Þeir eru farnir út þarna snemma, þeir fara út þegar ég er tíu ára eitthvað svoleiðis,“ sagði Garðar.

,,Þá var umfjöllunin ekki eins mikil og núna og það var erfiðara að fylgjast með þeim en maður fylgdist með með þeim í gegnum heimasímann, gamla góða snúrusímann.“

,,Það var ekkert internet til að fylgjast með þeim. Þeir voru frekar duglegir að bjóða mér út þannig ég gæti hitt þá reglulega og farið á leiki með þeim. Ég æfði líka með félagsliðunum sem þeir voru í, ég æfði með Feyenoord og þessum liðum sem var mjög gaman.“

,,Ég var endalaust stoltur af þeim og þeir hafa verið mínar fyrirmyndir í lífinu, bæði í fótbolta og fyrir utan fótbolta. Allir vita hvernig manneskjur þeir eru.“

,,Þetta eru mjög góðar fyrirmyndir að hafa. Ég gleymi því ekki að þegar ég var yngri þá og að læra fyrir skólann og svona þá var ég alltaf með mynd af þeim á borðinu þegar ég var að læra. Maður leit það mikið upp til þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Í gær

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið