Jack Grealish sneri aftur í lið Aston Villa í dag sem mætti Derby í ensku Championship-deildinni.
Villa var í miklu stuði á heimavelli í dag og vann sannfærandi 4-0 sigur á Frank Lampard og félögum.
Grealish skoraði fallegasta mark leiksins eftir hornspynru á 45. mínútu í fyrri hálfleik.
Miðjumaðurinn tók boltann á lofti fyrir utan teig og smellti honum í markhornið.
Sjón er sögu ríkari en markið má sjá hér.
Jack Grealish’s goal vs. Derby is true form of art. pic.twitter.com/Vd2CGOEyUS
— Zarár. (@TacticallyInept) 2 March 2019