fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Kristján hugsi en þorir ekki að hnýta í HK: Er harðbannað á hans deild á Morgunblaðinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar skemmtilegan og góðan Bakvörð í blað dagsins í dag. Þar segir hann frá skoðun sinni að á Íslandsmótinu í fótbolta er nú farið að leika innandyra.

Fjölnir og Fylkir þurftu að gera það í Pepsi deild karla á síðustu leiktíð og nú er ljóst að HK sem eru nýliðar spila alla leiki sína innandyra. HK leikur í Kórnum líkt og síðustu ár.

,,Bakvörður dagsins er hugsi yfir þeirri þróun að nú færist í vöxt að leikið sé innandyra í efstu deild
á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þegar keppt er í knattspyrnu hefur það oftast nær verið hugsað sem utanhússíþróttagrein. Á síðasta keppnistímabili var þó nokkuð af leikjum spilað innandyra í efstu deild karla. Fylkir og Fjölnir færðu sig bæði tímabundið inn í Egilshöllina. Fjölnir lék þar fyrstu tvo leikina þar sem þeirra heimavöllur þótti ekki leikfær. Fylkir lék út júlí í Egilshöllinni á meðan framkvæmdir stóðu yfir í Lautinni,“ skrifar Kristján í Morgunblaðið.

Hann segir að í fótbolta eigi veður og vindar að geta haft áhrif, það gerist ekki hjá HK.

,,Nú liggur fyrir að nýliðar HK munu spila í Kórnum í Kórahverfinu næsta sumar eins og þeir hafa gert síðustu árin. Fjölgar þar með leikjum innandyra í efstu deild Íslandsmótsins. Mér finnst þetta vera sérkennileg tilhugsun. Nú er ég ekki að velta mér upp úr gervigrasinu í þessu sambandi. Heldur vegna þess að í knattspyrnu er gert ráð að veður og vindar spili inn í. Með því að keppa í íþróttinni innanhúss er búið að taka þann þátt út úr leiknum. Á Íslandsmótinu í knattspyrnu er hægt að gera ráð fyrir köldu veðri og sæmilega hlýju. Einnig rigningu, sjókomu, sól, roki og logni. Öll þessi afbrigði gætu þess vegna birst leikmönnum í einum og sama leiknum ef íslensku veðurguðirnir eru í því stuðinu.“

Kristján „þorir“ þó ekki að hnýta í HK enda er yfirmaður hans, Víðir Sigurðsson, harður HK-ingur.

,,Með þessu er ég ekki að hnýta í HK-inga (enda er slíkt hvort sem er harðbannað á minni deild). Þeir
hafa sjálfsagt sínar praktísku ástæður fyrir því að nota Kórinn sem mest. En ég get ekki að því gert að mér finnst að knattspyrnan eigi að vera utanhússíþrótt eins og víðast hvar í heiminum. Fyrir utan stöku undantekningar í upphafi mótsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Í gær

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“