fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433

Fyrrum undrabarn Arsenal sannfærði Guendouzi um að skrifa undir

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Matteo Guendouzi var eftirsóttur í sumar en hann skrifaði undir samning við Arsenal eftir viðræður við mörg félög.

Guendouzi er aðeins 19 ára gamall og er talinn mikið efni en hann var áður hjá Lorient í Frakklandi.

Guendouzi segist hafa rætt við fyrrum leikmann Arsenal, Jeremie Aliadiere en þeir voru saman hjá Lorient.

Aliadiere var hjá Arsenal í sjö ár frá 2001 til 2007 en hann lék alls 29 deildarleiki fyrir liðið.

Aliadiere var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma en ferill hans náði aldrei þeim hæðum sem búist var við.

,,Það er rétt að það voru mörg lið sem sýndu mér áhuga. Ég ræddi við nokkur af stærstu félögum Evrópu,“ sagði Guendouzi.

,,Um leið og ég heyrði frá Arsenal þá var ákvörðunin mjög einföld og ég er ánægður með að vera kominn hingað.“

,,Ég ræddi við Jeremie um Arsenal og hann sagði mér að ég gæti bætt mig mikið hérna og lært af starfsfólkinu.“

,,Hann talaði alltaf mjög vel um liðið og sannfærði mig um að þetta væri rétt ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433
Fyrir 21 klukkutímum
Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn
433Sport
Í gær

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Í gær

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum