fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433

Mauricio Pochettino: Við áttum skilið svo miklu meira

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók á móti Juventus í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Heung-Min Son kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik en þeir Gonzalo Higuain og Paulo Dybala skoruðu fyrir Juventus í síðari hálfleik og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Juventus fer því áfram í 8-liða úrslitin, samanlagt 4-3.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham var að vonum svekktur með að vera úr leik í Meistaradeildinni í ár.

„Á þremur mínútum fengum við á okkur tvö mörk eftir mistök og það er ástæðan fyrir því að við erum úr leik,“ sagði Pochettino.

„Við áttum meira skilið út úr þessum viðureignum og við spiluðum frábæran fótbolta í kvöld. Við erum að þroskast sem lið og hluti af því að þroskast snýst um að tapa leikjum líka en auðvitað erum við vonsviknir.“

„Við sköpuðum mikið af færin en það eru mörkin sem telja í fótbolta og við skoruðum ekki nægilega mörk og fengum á okkur mörk í staðinn. Þeir ógnuðu marki okkar þrisvar og skora tvisvar sinnum.“

„Ég er gríðarlega vonsvikinn en við töpuðum gegn frábæru liði. Þetta eru leikirnir sem við viljum spila og þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“