fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
433Sport

Arnar Sveinn varð fyrir miklu áfalli í æsku – ,,Ég reyndi bara að lifa af“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, opnaði sig í viðtali við Ísland í Dag um áfall sem hann varð fyrir sem krakki.

Arnar missti móður sína aðeins 11 ára gamall en hún greindist með krabbamein og tapaði þeirri baráttu. Þau voru mjög náin.

Arnar bjó mikið erlendis en faðir hans, Geir Sveinsson var frábær handboltamaður á sínum tíma og ferðaðist mikið.

,,Mín saga er kannski ekkert öðruvísi að því leitinu til að ég var bara lítill strákur sem átti mömmu og pabba,“ sagði Arnar.

,,Hún var kannski öðruvísi að því leitinu að ég bjó mikið erlendis. Pabbi ferðaðist mikið útaf handbolta og ég fæðist á Spáni og bý í Þýskalandi og Frakklandi.“

,,Svo kemur að því að mamma veikist og á endanum tapar hún þeirri baráttu við krabbamein árið 2013. Þá er ég 11 ára gamall að verða 12.“

Reyndi að finna leiðir til að lifa af

,,Það sem var verra við þetta er að ég og mamma höfðum ofboðslega mikil tengsl. Við vorum saman alla daga alltaf því pabbi var mikið að ferðast. Tengingin var meiri en það sem gengur og gerist. Þar af leiðandi var höggið kannski enn meira.“

,,Það sem tekur við er að ég er bara að finna leiðir til þess að lifa af. Til þess að komast í gegnum þessar tilfinningar, í gegnum þessar aðstæður sem ég er kominn í, að geta aldrei fengið mömmuknús aftur eða knúsa mömmu aftur eða tala við mömmu aftur eða yfir höfuð að kalla mamma. Allt í einu var það úr mínu lífi og það er engin kennslubók sem kennir það.“

Vildi að aðrir þyrftu ekki að pæla í sér

,,Aðferðin sem ég tók er að ég ætlaði að verða sterkur, glaður og jákvæður fyrir pabba og alla þá sem voru í kringum mig. 11 ára gamall hugsa ég ekki þessa hugsun en það er skýrt í dag að það var þannig. Ég vildi að aðrir myndu fá að vera í friði og þyrftu ekki að pæla í að mér liði illa.“

,,Þetta eru aðstæður sem allir eru að upplifa í fyrsta skiptið. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla og það eru allir að reyna að lifa af í þessum aðstæðum. Voru allar ákvarðanir sem voru teknar réttar? Pottþétt ekki. Hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi? Alveg pottþétt.“

Erfitt fyrir 11 ára gamlan strák að taka við nýrri konu

,,Það kemur inn ný kona sem í dag á ég í yndislegu sambandi við og ég gæti ekki verið glaðari með stjúpmóður en á þeim tíma fyrir 11 ára gamlan strák var þetta erfitt.“

,,Samband okkar í dag er stórkostlegt. Hún og pabbi eiga þrjú börn saman fyrir utan Önnu Björk, dóttur hennar Jóhönnu, stjúpsystir mín sem er frábær vinkona mín í dag og bara yndisleg. Á endanum gaf þetta mér mikið.“

Nánar er rætt við Arnar hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Daninn geðþekki á óskalista United ef Ten Hag verður rekinn

Daninn geðþekki á óskalista United ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho líklega að landa stóru starfi í Evrópu – Fundaði með forsetanum

Mourinho líklega að landa stóru starfi í Evrópu – Fundaði með forsetanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú sagt að Grealish gæti snúið aftur heim

Nú sagt að Grealish gæti snúið aftur heim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reynir að fá dóm nauðgarans styttan með þessum rökum – Situr í alræmdu fangelsi ásamt barnamorðingjum

Reynir að fá dóm nauðgarans styttan með þessum rökum – Situr í alræmdu fangelsi ásamt barnamorðingjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu lið tímabilsins hjá Neville og Carragher – Eru sammála um sjö leikmenn en Carragher skilur stórt nafn eftir útundan

Sjáðu lið tímabilsins hjá Neville og Carragher – Eru sammála um sjö leikmenn en Carragher skilur stórt nafn eftir útundan
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi Þór og Viktor Unnar eignast hlut í Tækniþjálfun – Mun nú bera nafn Gylfa

Gylfi Þór og Viktor Unnar eignast hlut í Tækniþjálfun – Mun nú bera nafn Gylfa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verður atvinnulaus um næstu helgi

Verður atvinnulaus um næstu helgi