Það er mikil spenna í 2.deild karla en næst síðasta umferð sumarsins fór fram í dag og er enn óljóst hvaða lið fara upp.
Vestri, Grótta og Afturelding eiga öll möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina fyrir lokaumferðina.
Afturelding og Grótta unnu bæði leiki sína í dag og eru með 42 stig á toppnum. Vestri vann einni sigur í dag og er einu stgi frá toppliðunum.
Einnig er óljóst hvaða lið fer niður með Huginn en Leiknir F. er þessa stundina í fallsæti. Liðið er þó aðeins tveimur stigum frá Hetti og Tindastól.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Afturelding 4-1 Leiknir F.
1-0 Andri Freyr Jónasson
2-0 Jökull Jörvar Þórhallsson
3-0 Jose Miguel Barranco
4-0 Andri Freyr Jónasson
4-1 Markaskorara vantar
Fjarðabyggð 1-2 Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson
1-1 Aleksandar Stojkovic
1-2 Óliver Dagur Thorlacius(víti)
Vestri 2-0 Þróttur V.
1-0 Þórður Gunnar Hafþórsson
2-0 Pétur Bjarnason
Víðir 2-3 Kári
0-1 Alexander Már Þorláksson
1-1 Andri Gíslason
2-1 Milan Tasic
2-2 Óliver Darri Bergmann Jónsson
2-3 Alexander Már Þorláksson(víti)
Völsungur 2-3 Höttur
0-1 Petar Mudresa
0-2 Francisco Javier Munoz Bernal
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson(víti)
2-2 Ólafur Jóhann Steingrímsson
2-3 Francisco Javier Munoz Bernal(víti)
Huginn 0-1 Tindastóll
0-1 Arnar Ólafsson