Eden Hazard, leikmaður Chelsea á Englandi, segir að hann sé að njóta sín undir stjórn Maurizio Sarri hjá félaginu.
Hazard viðurkennir að fótboltinn undir stjórn Sarri sé mun skemmtilegri og öðruvísi en hvernig liðið spilaði undir stjórn Antonio Conte og Jose Mourinho.
,,Ég vil vera með boltann. Ekki á eigin vallarhelmingi heldur allavegana 30 metrum frá markinu,” sagði Hazard.
,,Mér líkar við að spila svona fótbolta. Þetta er allt annað en undir stjórn Antonio Conte eða Jose Mourinho. Við erum miklu meira með boltann sem er ekki slæmt fyrir mig.”
,,Þetta er í lagi eins og staðan er, við erum að vinna leiki. Við erum að spila góðan fótbolta og ég nýt þess.”
,,Við viljum halda þessu gangandi. Það slæma er hins vegar að núna erum við að fara spila með landsliðinu en við viljum halda áfram að spila fyrir Chelsea og vinna leiki.”