Danny Ings, leikmaður Southampton á Englandi, gerði veðmál við fyrrum samherja sinn, Mohamed Salah í byrjun ágúst.
Ings og Salah þekkjast ágætlega en sá fyrrnefndi fékk fáar mínútur á Anfield og gekk í raðir Southampton undir lok gluggans á Englandi.
Ings og Salah ætla í keppni á þessu tímabili um hvor nær að skora fleiri mörk, veðmál sem ekki margir myndu taka við Salah.
Salah skoraði 32 mörk í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Það vantar þó ekki sjálfstraustið í Ings sem skoraði í 2-0 sigri Southampton á Crystal Palace í dag.