Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu í dag sem mætti liði Ural í rússnensku úrvalsdeildinni.
CSKA hefur farið ágætlega af stað á þessu tímabili og vann öruggan 4-0 sigur í dag. Liðið er með níu stig eftir sex leiki.
Hörður þurfti því miður að fara meiddur af velli í dag en hann entist í aðeins 22 mínútur í sigrinum.
Hörður setti inn færslu á Twitter síðu sína eftir leikinn og óskaði liðsfélaga sínum, Fedor Chalova til hamingju með þrennuna sem hann skoraði í leiknum.
Einnig greindi varnarmaðurinn frá því að hann væri í lagi og að hann hafi verið smávægilega meiddur fyrir leikinn.
Thrilled that we won today and Chalov unreal. I’m fine!
Я в восторге мы победили сегодня 4:0 и хочу поздравить Фёдора Чалова с его хет-триком. Я немного травмировался и был вынужден покинуть поле, но сейчас со мной всё в порядке. Спасибо всем болельщикам за поддержку сегодня ?? pic.twitter.com/cPXsLpEQQk— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) 1 September 2018