Framherjinn Andreas Cornelius klikkaði á vítaspyrnu í gær er lið Atalanta mætti FC Kaupmannahöfn í Evrópudeildinni.
Cornelius klikkaði á fimmtu spyrnu Atalanta í vítakeppni í Danmörku sem varð til þess að FCK tryggði sér sigur.
Cornelius var að leika gegn sínum fyrrum félögum í FCK en hann kom til Atalanta á síðasta ári.
Hann skoraði aðeins þrjú mörk í 23 leikjum á Ítalíu og spilaði í gær sinn síðasta leik í bili.
Cornelius hefur nú gert samning við Bordeaux í Frakklandi og kemur til liðsins á láni út leiktíðina.