Kurt Zouma, varnarmaður Everton, er viss um það að hann geti enn stimplað sig inn sem fastamaður hjá stórliði Chelsea.
Zouma var lánaður til Everton frá Chelsea í sumar en hann lék með Stoke í láni á síðasta tímabili.
Zouma spilaði sinn síðasta leik fyrir Chelsea fyrir 15 mánuðum síðan en hann þótti standa sig vel áður en hann meiddist illa í leik gegn Manchester United.
,,Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér síðan ég byrjaði að spila fótbolta,” sagði Zouma.
,,Mig hefur alltaf langað að sanna mig hjá Chelsea síðan ég kom þangað. Meiðslin komu í veg fyrir það en það er partur af fótboltanum.”
,,Ég vil sýna fólki það að ég geti farið þangað aftur og spilað. Ég þarf því að fá að spila hjá Everton því það er gott lið.”