Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton í kvöld sem spilar nú við Rotherham í enska deildarbikarnum.
Gylfi hafði enn ekki skorað fyrir Everton á þessari leiktíð en það tók hann 28 mínútur að skora í kvöld.
Gylfi þekkir það vel að skora mörk og var hann vel staðsettur inn í vítateig Rotherham eftir skot Sandro Ramirez.
Gylfi teygði sig í boltann sem kom inn í vítateiginn og tókst að pota knettinum í netið.
Hér má sjá markið.
Sigurdsson goal. pic.twitter.com/srjGVMjnxL
— EvertonIan (@ianefc1878) 29 August 2018