Real Madrid vann sinna annan leik í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Girona á útivelli.
Girona byrjaði leikinn vel í kvöld og komst óvænt yfir eftir aðeins 16 mínútur og staðan orðin 1-0.
Real svaraði á 39. mínútu leiksins er Sergio Ramos jafnaði úr vítaspyrnu. Snemma í síðari hálfleik fékk Real aðra vítaspyrnu og úr henni skoraði Karim Benzema.
Gareth Bale bætti svo við þriðja marki Real áður en Benzema rak naglann í kistuna á 80. mínútu leiksins og lokastaðan, 4-1.
Á sama tíma áttust við lið Sevilla og Villarreal en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
Girona 1-4 Real Madrid
1-0 Borja Garcia
1-1 Sergio Ramos(víti)
1-2 Karim Benzema(víti)
1-3 Gareth Bale
1-4 Karim Benzema
Sevilla 0-0 Villarreal