Unai Emery, stjóri Arsenal á Englandi, hefur neitað því að hann hafi rifist við miðjumanninn Mesut Özil á æfingasvæðinu.
Özil var ekki valinn í leikmannahóp Arsenal í dag sem vann West Ham 3-1 í ensku úrvalsdeildinni.
ESPN greindi frá því fyrr í dag að Özil og Emery hafi rifist heiftarlega á æfingu fyrir leikinn en Emery segir að það sé bull.
,,Þessar upplýsingar eru ekki réttar. Ég veit ekki hver ákvað að segja fólki þetta,“ sagði Emery.
,,Hann var veikur í gær og ákvað sjálfur að hann myndi ekki spila.“