fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Hamren ætlar að ræða við Ragga Sig – Lenti í því sama með Zlatan

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, leikmaður Rostov, gaf það út fyrr í sumar að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu.

Raggi Sig lék með Íslandi á HM í Rússlandi í sumar en stuttu eftir mót greindi hann frá því að landsliðsskórnir væru komnir upp í hillu.

Erik Hamren, nýr landsliðsþjálfari Íslands, ætlar að ræða við Ragga líkt og hann gerði með Zlatan Ibrahimovic á sínum tíma hjá sænska landsliðinu.

,,Auðvitað ræði ég við hann, hann er mjög góður leikmaður og reynsla hans og gæði gera hann að lykilmanni í þessu liði svo auðvitað ræði ég við hann,“ sagði Hamren.

,,Það er mikilvægt þegar leikmenn byrja að hugsa um þetta að þeir taki ákvörðunina. Ég sagði það sama við Zlatan á sínum tíma þegar ég tók við Svíum.“

,,Á fyrsta blaðamannafundinum þurfti ég að segja frá því að Zlatan væri hættur með landsliðinu. Þetta verður að koma frá hjartanu, hann verður að taka þessa ákvörðun með það í huga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar