fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Plús og mínus – Hann fékk alltof mikið hrós – Viðkvæmur og ótraustur í kvöld

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann frábæran sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið mætti FH í 13. umferð deildarinnar.

Blikar höfðu að lokum betur með fjórum mörkum gegn einu á Kópavogsvelli en liðið gerði þrjú mörk á aðeins tíu mínútum í síðari hálfleik.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Thomas Mikkelsen er alvöru framherji og hefur nú gert tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Blika. Þeir þurftu mörk og hann hefur skilað sínu. Einnig mjög vinnusamur og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins.

Daninn elskar að vinna leiki og er tilbúinn að gera allt til þess. Framherjinn reyndi til að mynda að skora með olnboganum í leiknum og var nálægt því en boltinn fór framhjá. Þóroddur dómari ætlaði ekkert að dæma.

Skyndisóknirnar og föst leikatriði urðu FH-ingum aftur að falli. Voru með stjórn á þessum leik og voru mun líklegri aðilinn í síðari hálfleik en skyndisóknir Blika og föst leikatriði reyndust liðinu of mikið.

FH-ingar spiluðu alls ekkert illa í leiknum og buðu upp á flottan fótbolta. Voru að spila betri bolta ef farið er út í það.

Jónatan Ingi Jónsson var líklega besti leikmaður FH í dag. Bauð upp á frábæra takta og það er gríðarlega mikill kraftur í þessum strák.

Þóroddur Hjaltalín átti mjög góðan leik á flautunni. Menn komust ekki upp með neitt rugl en gulu spjöldin voru nokkur.

Mínus:

Gunnar Nielsen hefur verið að gera mistök í sumar og hann var ekki sannfærandi í marki FH í dag. Átti að gera betur í fyrsta marki Blika og var svo stálheppinn að fá ekki önnur mistök í andlitið er hann gaf boltann beint á Gísla Eyjólfs rétt fyrir utan teig.

Ég skil ekki af hverju Óli Kristjáns ákvað að taka Brand Olsen af velli í stöðunni 1-1. Þeirra mest skapandi leikmaður. Mögulega tæpur en ef ekki þá finnst mér sú ákvörðun röng.

Ég held að Eddi Gomes hafi fengið alltof mikið hrós eftir fyrsta leik sinn gegn KA. Talað var um að hann væri langbesti varnarmaður deildarinnar en hann var bara viðkvæmur og ótraustur í dag. Virkaði í engum takt við þennan leik og gerði nokkur klaufaleg mistök.

FH var með þennan leik í síðari hálfleik. Voru ógnandi fram á við en fá á sig þrjú mörk. Það er ekki hægt. Menn gáfust bara upp eftir annað mark Blika.

Blikar unnu leikinn 4-1 en það er hins vegar ekki hægt að segja að sú úrslit gefi rétta mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð

Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
433Sport
Í gær

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham